
Þakkar langlífi sínu að hafa aldrei reykt
Ingunn Björnsdóttir fagnar 100 ára afmæli í dag.
Ingunn Björnsdóttir fæddist þann 21.02. 1925 og fagnar því 100 ára afmæli sínu í dag.
Ingunn er fædd á Neskaupsstað en flutti til Reykjavíkur 18 ára gömul. Hún er elst af átta systkinum. Ingunn gekk í Barna og Ganfræðiskólann á Neskaupsstað, lærði fatasaum af meistara og gekk í sníðaskóla í Svíþjóð. Ingunn hefur alla tíð haft gaman af handavinnu og vann við það allan sinn starfsaldur. Hún kenndi Húsmæðraskólann á Hallormstað og á Akureyri.
Ingunn lætur vel af sér segist líða vel og hugsað sé vel um hana hér á Hlíð. Hún þakkar langlífi sínu að hún hafi aldrei reykt. Ingunn ætlar að fá sér afmælisköku í tilefni dagsins og njóta stundarinnar með ættingjum og vinum.