Breytingar á skipturiti Heilsuverndar Hjúkrunarheimila
Í dag voru kynntar breytingar á skipuriti Heilsuverndar Hjúkrunarheimila sem taka gildi frá og með 1.október næstkomandi.
Í dag voru kynntar breytingar á skipuriti Heilsuverndar Hjúkrunarheimila sem taka gildi frá og með 1.október næstkomandi.
Breytingarnar felast í því að starfsemi dagþjálfunar og iðju-félagsstarfs verða sameinaðar í eina öfluga einingu.
Tilgangur breytinganna er að:
- Samþætta einingarnar með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa og notendur.
- Brúa bilið milli dagþjálfunar og flutnings inn á heimilið og koma þannig á móts við ábendingar sem borist hafa frá notendum í dagþjálfun, íbúum og aðstandendum.
- Ein eining sér um skipulagða virkni þvert á heimilið.
- Sameina iðjuþjálfun á Hlíð undir einn hatt.
- Dreifa álagstímum og samræma verkefni.
Í tengslum við breytingarnar verða gerðar breytingar á stjórnendateymi eininganna.
Nýr forstöðumaður sameinaðra eininga verður Harpa Dögg Sigurðardóttir.
Deildarstjóri nýrrar einingar verður Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir
Fráfarandi deildarstjóri í iðju-félagsstarfi Ester Einarsdóttir mun starfa á einingunni sem iðjuþjálfi með áherslu á meðferð einstaklinga með heilabilun.
Við hlökkum mikið til sameiningarinnar og að gera faglega og góða starfsemi enn betri.