Heimsendur matur
Einstaklingar sem ekki geta annast matseld sjálfir og eru metnir í þörf fyrir þá þjónustu eiga kost á að fá heimsendan mat. Boðið er upp á mat í hádeginu alla daga vikunnar einnig um helgar og hátíðisdaga og er honum ekið til einstaklinga.
Matseðill vikunnar
Hér er hægt að sjá matseðil vikunnar* sem er á boðstólum fyrir þá einstaklinga sem fá heimsendan mat.
*Réttur til breytinga á matseðli er áskilinn ef aðstæður leyfa ekki annað.
Sækja um þjónustuna
Sótt er um heimsendan mat í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar
Einnig er hægt að prenta út umsóknina og skila inn til móttöku velferðarsviðs Akureyrarbæjar eða senda á netfangið velferdarsvid@akureyri.is
Velferðarsvið Akureyrarbæjar
Glerárgötu 26, 600 Akureyri.
Sími: 460-1000.
Skrifstofan er opin alla virka dag kl. 09:00-15:00.
Umsóknir þurfa að vera samþykkar af Velferðarsviði Akureyrarbæjar og upplýsingar þaðan hafa borist Heilsuvernd Hjúkrunarheimili. Þegar upplýsingar hafa borist er hægt að taka við pöntun.
Pantanir
Nýr vikumatseðill er birtur vikulega og þurfa pantanir og breytingar á pöntunum að berast með viku fyrirvara.
Tekið er á móti pöntun matarbakka í síma 614-9117 milli kl. 9:00-13:00 eða í gegnum tölvupóst matarbakkar@hlid.is