Fara á efnissvæði
Sjukraibudir-stofa

Sjúkraíbúðir

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili hafa til útleigu tvær raðhúsaíbúðir, Austurbyggð 21G og 21H, sem nýttar eru sem sjúkraíbúðir fyrir skjólstæðinga Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og aðstandendur íbúa Heilsuvernd Hjúkrunarheimila.

Notendur íbúðanna geta t.d. verið einstaklingar sem leita þjónustu SAk og þurfa búsetuúrræði þar sem aðstaða er til eigin umönnunar og sjálfsbjargar. Með tilkomu íbúðanna er fjölskyldum, mökum, börnum og öðrum aðstandendum skapaðar aðstæður til að taka þátt í meðferðar- eða bataferli eftir aðstæðum hverju sinni. 

Aðstandendur íbúa Heilsuvernd Hjúkrunarheimila geta nýtt íbúðirnar samkvæmt þeim reglum og viðmiðum sem gilda fyrir íbúðirnar sem sjúkrahótel eða til tímabundinnar leigu.

Gott aðgengi og aðbúnaður er fyrir fólk með fötlun eða skerta hreyfigetu.

Beiðni um gistiþjónustu

Útfyllt eyðublað Beiðni um gistiþjónustu er forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands og er nauðsynlegt að framvísa því við innritun.

Framvísið beiðni um gistiþjónust í afgreiðslunni í Hlíð eða sendið með tölvupósti á hlid@hlid.is 

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili og staðsetning sjúkraíbúða við Hlíð

Verið velkomin í sjúkraíbúð við Hlíð

  1. Sjúkraíbúð 21g
  2. Sjúkraíbúð 21h
  3. Matsalur (jarðahæð)
  4. Inngangur tengdur dyrabjöllu
  5. Inngangur við Víðihlíð
  6. Aðalinngangur frá Austurbyggð
  7. Inngangur tengdur dyrabjöllu
  8. Inngangur tengdur dyrabjöllu
  9. Inngangur við bókasafn
  10. Skrifstofa / Afgreiðsla
  11. Birkihlíð
  12. Bílastæði

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð ef þú óskar nánari upplýsinga um sjúkraíbúðirnar.

Einnig er hægt að hafa samband við afgreiðsluna í Hlíð í síma 460-9100.

Opið: mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00 - 15:00 og föstudaga frá kl. 8:00 - 13:00.