Fara á efnissvæði

Þjónusta við notendur dagþjálfunar

Öflugt félagsstarf, viðburðir og fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir notendur dagþjálfunnar alla virka daga.

Félagsstarfið

Öflugt félagsstarf er í Hlíð og geta dagþjálfunargestir tekið þátt í öllu því félagsstarfi sem er á dagskrá, s.s. ýmiss konar handverki, bingói, upplestri o.fl.

Gestir dagþjálfunnar hafa einnig val um að nýta sér eftirfarandi þjónustu:

Akstur

Ferliþjónusta Akureyrarbæjar auk leigabíla sjá um akstur í og úr dagþjálfun. 

Iðjuþjálfun

Boðið er upp á iðjuþjálfun við dagþjálfunina. Markmið iðjuþjálfunarinnar er að viðhalda og efla færni notenda við iðju.

Matur

Í boði er morgunmatur, hádegisverður og síðdegiskaffi. Léttur kvöldverður er í boði fyrir þá sem eru með viðveru á þeim tíma.

Sjúkraþjálfun

Hægt er að fá sjúkraþjálfun að fenginni tilvísun frá lækni, fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega. Nánar um sjúkraþjálfun má sjá hér.

Önnur þjónustustarfssemi

Eftirfarandi aðilar eru með aðstöðu fyrir starfsemi sína á Hlíð:

Fótaaðgerðastofa Berglindar

  • Tímapantanir í síma, 854-1101.

Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega. 


Hárstúdíó Hafdísar

  • Tímapantanir eru í síma: 849-8854.
  • Opnunartímar í Hlíð: Þriðjudaga til föstudaga.
  • Opnunartímar í Lögmannshlíð: Mánudaga 

Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega.

Hafa samband

Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða óskar nánari upplýsinga um þjónustuna