Dagþjálfun á Hlíð
Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima.
Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni til öryggis og vellíðan.
Opnunartími
Dagþjálfun er opin frá kl 8:00-16:00 alla virka daga.
Notendur dagþjálfunar eru beðnir að tilkynna forföll í síma 460-9200.
Fastir liðir í dagþjálfun eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi og handverk.
Viðvera er allt frá einum degi upp í fimm daga vikunnar.
Hægt er að óska eftir sveigjanlegri viðveru alla virka daga og laugardaga á tímabilinu 8-21 að undanskildum rauðum dögum.
Kostnaður
Gestir dagþjálfunar greiða 1.579 krónur fyrir heilan dag. Innifalið í gjaldi er akstur, fæði og þjónusta.
Greitt er daggjald þrátt fyrir tilkynnt forföll. Að undanskilinni innlögn á spítala og innlögn í tímabundnar dvalir.
Rafrænir reikningar eru sendir út mánaðarlega úr banka 370. Reikninga má nálgast í heimabanka og mælt er með beingreiðslusamning viðskiptabankanna. Útprentaða reikninga er einnig hægt að nálgast hjá starfsfólki skrifstofunnar í Hlíð.
Hafa samband
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða óskar nánari upplýsinga um þjónustuna