Fara á efnissvæði

Nýr íbúi

Náin samvinna milli íbúa, fjölskyldu og starfsfólks er höfð að leiðarljósi við alla umönnun. Það er farsælasta leiðin til að stuðla að góðri aðlögun, öryggi og vellíðan. 

Við komu er nýjum íbúum úthlutað herbergi sem er einbýli. Hjúkrunarrýmum fylgir sjúkrarúm og náttborð en íbúar í dvalarrýmum þurfa að koma með rúm. Gluggatjöld eru í öllum herbergjum, en óski íbúi eftir að hafa eigin gardínur er það sjálfsagt mál. Annan húsbúnað hefur íbúi með sér, gott er að vera í samráði við forstöðumann eða starfsfólk heimilisins þegar húsbúnaðurinn er valinn. Allur búnaður íbúa sem og klæðnaður þarf að vera merktur eiganda. Lögð er áhersla á hlýlegt umhverfi og að heimilisfólk hafi persónulega muni með sér, til þess að gera umhverfið notalegra og eins heimilislegt og hægt er.

Náin samvinna milli íbúa, fjölskyldu og starfsfólks er höfð að leiðarljósi við alla umönnun. Það er farsælasta leiðin til að stuðla að góðri aðlögun, öryggi og vellíðan. Hver nýr íbúi fær tilnefndan tengil. Hlutverk tengilsins er að setja sig vel inn í aðstæður og óskir íbúans og vera í sambandi við aðstandendur þegar þörf er á. Aðstandendur eru alltaf velkomnir og er þátttaka og afskipti þeirra vel þegin.

Við flutning fá nýir íbúar afhentan bækling með helstu upplýsingum um heimilið fyrir sig og aðstandendur sína.

Í handbók hjúkrunarheimilinna er samantekt á upplýsingum fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna ásamt upplýsingum úr "Handbók fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir íbúa hjúkrunarheimila".

Með handbókinni er á einum stað teknar saman hagnýtar upplýsingar og reglur sem varða málefni nýrra íbúa á hjúkrunarheimilum.

 

Hafa samband

Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða óskar nánari upplýsinga um þjónustuna