Fara á efnissvæði

Hlíð

Hlíð er elst af hjúkrunarheimilunum. Í upphafi hét heimilið Elliheimili Akureyrar og var byggt af Akureyrarbæ með stuðningi kvenfélagsins Framtíðin. Heimilið var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar.

Um Hlíð

Fyrstu heimilismenn voru 7 og var yfirlýstur tilgangur með rekstri heimilisins að veita öldruðu fólki á Akureyri heimilisvist með svo vægum kjörum sem unnt var.

Frá þeim tíma hefur heimilið stækkað og breyst, en í elsta hluta húsnæðisins í Hlíð eru einbýli lítil og nokkrir íbúar um hverja snyrtingu.

Í dag geta búið allt að 137 íbúar í Hlíð að með töldum íbúum í raðhúsum sunnan Hlíðar. Þar af eru rými fyrir 21 einstaklinga í tímabundinni dvöl.

Á Hlíð er lögð áhersla á hlýlegt umhverfi og að heimilisfólk hafi persónulega muni með sér, til þess að gera umhverfið notalegra og eins heimilislegt og hægt er.

Náin samvinna milli íbúa, fjölskyldu og starfsfólks er höfð að leiðarljósi við alla umönnun. Heimsóknir aðstandenda stytta daginn, veita styrk og efla fjölskyldutengslin. Aðstandendur eru alltaf velkomnir og er þátttaka og afskipti þeirra vel þegin.

Aspar- og Beykihlíð

Heimilin Aspar- og Beykihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006.

Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sér snyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hverju heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.

Eini- og Grenihlíð

Heimilin Eini- og Grenihlíð eru staðsett á annarri hæð í suðvestur hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun 2006.

Á hvoru heimili fyrir sig eru 15 rúmgóð einstaklingsherbergi með sér snyrtingu og sturtu. Tvö herbergi á hvoru heimili eru með hurð á milli, svo hjón geta búið þar saman ef svo ber undir. Einnig eru á hvoru heimili setustofa og borðstofa með eldhúskrók, þar sem möguleiki er fyrir létta matargerð.

Reyni- og Skógarhlíð

Í Reyni- og Skógarhlíð búa 19 íbúar, 9 íbúar í Skógarhlíð og 10 íbúar í Reynihlíð. Á hvoru heimili er borðstofa með eldhúskrók og setustofa en sameiginleg stofa í miðrýminu. Snyrting og sturta er sameiginleg.

Víði- og Furuhlíð og raðhús

Víðihlíð er á 2. hæð og þar búa 16 íbúar með sameiginlega borð-og setustofu.

Furuhlíð er á tveimur hæðum, 2. hæð og 3. hæð. Sameiginleg borð- og setustofu er á 3. hæð. Íbúarnir eru 14, sjö á hvorri hæð.

Í raðhúsunum búa aðallega íbúar í dvalarrýmum auk þess sem íbúðirnar eru notaðar fyrir sjúkraíbúðir.

Hafa samband

Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða óskar nánari upplýsinga um þjónustuna