Fara á efnissvæði

Heilsuvernd hjúkrunarheimili

HLÍÐ - LÖGMANNSHLÍÐ

Umhyggja - Virðing - Samvinna - Gleði

Heimilin

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili eru staðsett í Hlíð og Lögmannshlíð.

Á heimilinum er gert ráð fyrir alls 182 íbúum, þar af eru 155 hjúkrunarrými, 6 dvalarrými og 21 hjúkrunarrými fyrir íbúa í tímabundna dvöl.

Við leggjum áherslu á hlýlegt, heimilislegt og persónulegt umhverfi. Náin samvinna milli íbúa, fjölskyldu og starfsfólks er höfð að leiðarljósi við alla umönnun.

Heimsóknir aðstandenda stytta daginn, veita styrk og efla fjölskyldutengslin. Aðstandendur eru alltaf velkomnir, þátttaka og afskipti þeirra eru vel þegin.

Áherslur

Þjónusta

Markmið allrar þjónustu sem veitt er á Heilsuvernd Hjúkrunarheimilunum er að tryggja öryggi og vellíðan íbúa og standa vörð um sjálfsmynd þeirra og sjálfsvirðingu.

Hjá okkur er rekin dagþjónusta, mötuneyti, þvottahús og lítil verslun, auk þess sem boðið er upp á iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, fjölbreytt félagsstarf, læknisþjónustu, hársnyrtingu, fótaaðgerðir og fjölbreytta afþreyingu.

Áhersla er lögð á fjölbreytileika í daglegu lífi til að auðga líf hvers og eins. 

Skoða nánar

Að flytja inn

Þegar aðstæður eru orðnar þannig að einstaklingur getur ekki lengur búið heima þrátt fyrir stuðning er hægt að sækja um varanlega búsetu á hjúkrunarhemili.

Okkar markmið er að tryggja öldruðum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa.

Sækja um dvöl

Dagþjálfun á Hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima.

Dagþjálfun er opin frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga.
Morgunmatur, hádegisverður og síðdegiskaffi.

Dagþjálfunargestum stendur til boða að taka þátt í öllu því félagsstarfi sem er á dagskrá, s.s.hópastarfi, samverustundum, upplestri, Bingói söng, leikfimi, útiveru, gönguferðum, aðstoð í eldhúsi, handverki o.fl.

Sækja um dagþjálfun

Vinnustaðurinn

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili byggir starfsemi sína á hæfu, áhugassömu og traustu starfsfólki sem nýtur jafnra tækifæra í öruggu, heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi. 

 

Við hlúum vel að fólkinu okkar og leggjum ríka áherslu á jákvætt andrúmsloft á vinnustaðnum og að hver einstaklingur fái notið sín í starfi.

 

Við erum stöðugt að bæta í hóp okkar.

Viltu vaxa með okkur?
350
Starfsfólk
200
Stöðugildi
Stjórnendur, starfsfólk í umönnun, mötuneyti, skrifstofu, húsumsjón, þvottahúsi og önnur störf
22
Hjúkrunarfræðingar
66
Sjúkraliðar
6
Iðjuþjálfar
11
Félagsliðar
2
Sjúkraþjálfar
2
Læknar
1
Næringarfræðingar

Fréttir og tilkynningar

Yfirlit frétta

Bleiki dagurinn

23.10.2024

Sýnum stuðning og verum bleik fyrir okkur öll!

Frétt

1.250 milljónir í framkvæmdir á hjúkrunarheimili

13.8.2024

Ríkið og Ak­ur­eyr­ar­bær hafa kom­ist að sam­komu­lagi um fyr­ir­komu­lag vegna nauðsyn­legra fram­kvæmda við hús­næði hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hlíðar á Ak­ur­eyri.

Frétt

Breytingar á skipturiti Heilsuverndar Hjúkrunarheimila

27.6.2024

Í dag voru kynntar breytingar á skipuriti Heilsuverndar Hjúkrunarheimila sem taka gildi frá og með 1.október næstkomandi.